Rekstur

Hlutverk SORPU er að annast meðhöndlun úrgangs og sinna þannig lögbundinni skyldu sveitarfélaganna. Það felur í sér rekstur á móttöku- og flokkunarstöð, urðunarstað, gas- og jarðgerðarstöð og sex endurvinnslustöðvum sem reknar eru samkvæmt þjónustusamningi við sveitarfélögin. SORPA hefur einnig umsjón með grenndargámum fyrir hönd sveitarfélaganna og rekur nytjamarkaði Góða hirðisins og Efnismiðlanir Góða hirðisins. Starfsstöðvar fyrirtækisins eru tólf talsins og voru höfuðstöðvar SORPU að Gylfaflöt 5 í Reykjavík.

Tekjur SORPU

Gjaldskrá

Gjaldskrá SORPU er endurskoðuð reglulega og byggjast forsendur breytinga á byggingavísitölu og launavísitölu hverju sinni. Verðskrá endurvinnsluefna er endurskoðuð mánaðarlega og getur tekið breytingum í ljósi gengisþróunar, samninga um verð við móttökuaðila og endurgreiðslna Úrvinnslusjóðs.

Gjaldskrá (PDF)