Sjálfbærni

Sjálfbærni og umhverfi eru leiðarljós í öllu starfi SORPU. Við gerum okkar allra besta og vinnum sífellt að úrbótum í átt að hringrásarhagkerfinu í ríkri samvinnu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Frá upphafi hefur verið lögð mikil áhersla á samfélagslega ábyrgð í allri starfsemi SORPU og að fyrirtækið stuðli að sjálfbærum gildum sem víðast í samfélaginu.

Stjórnkerfi

Stjórnkerfi SORPU er vottað samkvæmt ISO 9001 gæðastaðlinum, ISO 14001 umhverfisstaðli, ISO 45001 heilbrigðis- og öryggisstaðli og ÍST 85 jafnlaunastaðli. Framleiðsluvara SORPU, vistvæna eldsneytið metan, er vottað með norræna umhverfismerkinu Svaninum og gashreinsistöð SORPU er ATEX-vottuð samkvæmt kröfum í reglugerð um sprengifimt andrúmsloft á vinnustöðum (Atex User Directive).

Vöktun umhverfisþátta

Þýðingarmiklir umhverfisþættir hafa verið skilgreindir fyrir SORPU í heild og eru svo nánar útfærðir fyrir hverja starfsstöð ásamt upplýsingum um vöktun og stýringu þeirra. Þannig eru stöðugar umbætur í umhverfis- og gæðamálum tryggðar og lögð áhersla á að lágmarka umhverfisáhrif fyrirtækisins. Niðurstöður umhverfisvöktunar SORPU eru að finna í umhverfisskýrslu fyrirtækisins, hér að neðan.

Umhverfisskýrsla (PDF)

Endurnýtingarhlutfall SORPU

Endurnýtingarhlutfall táknar það hlutfall þess úrgangs sem berst til SORPU sem er ekki fargað heldur komið til endurnotkunar, endurvinnslu eða endurnýtingar.

Móttekið og meðhöndlað magn úrgangs

Kolefnisspor SORPU

Losun CO2 ígilda í tonnum vegna starfsemi SORPU

2022 2021 2020
Eldsneytisnotkun 1.049 1.375 1.282
Flugferðir 19,1 10,5 0,0
Rafmagnsnotkun 45,2 51,1 47,4
Úrgangur til urðunar að frádreginni metansöfnun 97.280 100.564 95.512
Samtals losun 98.393 102.000 96.793

Losun vegna urðunar úrgangs er áætluð af loftslags­teymi Umhverfisstofnunar út frá gögnum SORPU um magn og sam­setningu úrgangs sem farið hefur til urðunar í Álfsnesi frá upphafi og að teknu tilliti til endur­heimtar metans.

Árið 2022 uppfærði Umhverfisstofnun hlýnunarstuðul metans úr 25 í 28. Losunartölur áranna 2020-2021 er uppfærðar miðað við það.

Lykilmarkmið SORPU

  • Viðskiptavinir fái vörur og þjónustu sem mæta þörfum þeirra og væntingum.
  • Stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda og að verðmæti sem í þeim felast viðhaldist eins lengi og mögulegt er innan hagkerfisins.
  • Vernda umhverfið, þar með talið að varna því að mengun stafi af starfseminni.
  • Tryggja öryggi og heilbrigði fólks sem kemur að starfseminni, svo sem starfsfólks, verktaka og viðskiptavina.
  • Tryggja jafna meðferð einstaklinga sem starfa hjá byggðasamlaginu óháð kyni, kynhneigð, kynþætti, þjóðernisuppruna, aldri, trú eða öðrum samfélagslegum þáttum.
  • Innkaup á vöru og þjónustu styðji við stjórnkerfið með hagkvæmni, gagnsæi, ábyrgð og sanngirni að leiðarljósi.

Rannsóknir

SORPA fylgist náið með allri starfsemi sinni og áhrifum hennar á umhverfið. Auk niðurstaðna efnamælinga á frárennsli og útblæstri, sem birtar eru í umhverfisskýrslu, eru reglulega gerðar greiningar á samsetningu blandaðs úrgangs, sem gefur innsýn í þróun í magni mismunandi tegunda og árangur í flokkun til endurvinnslu. Í kökuritinu má sjá stærstu úrgangsflokkana í gráu tunnunni og hér má einnig finna ítarlegri niðurstöður síðustu ára.

Húsasorpsrannsókn

Eldhúsúrgangur
48,2%
Plast
16,1%
Pappír og pappi
9,5%
Bleiur
9,3%
Gler og steinefni
5,1%
Klæði og skór
3,3%

Vistferilsgreining heimilisúrgangs

Markmið þeirra breytinga sem nú er unnið að hjá SORPU er að færa meðhöndlun mismunandi úrgangstegunda ofar í úrgangsþríhyrningnum og nýta þar með auðlindir með betri hætti.

En hver skyldu áhrif breyttrar meðhöndlunar úrgangs vera á kolefnissporið og aðra mikilvæga umhverfisþætti? Þeirri spurning höfum við reynt að svara á undanförnum tveimur árum með gerð ítarlegrar vistferilsgreiningar sem unnin er af verkfræðistofunni Eflu.

Niðurstöður greiningarinnar eru nú aðgengilegar í skýrslunni Vistferilsgreining heimilisúrgangs, umhverfisáhrif meðhöndlunar heimilisúrgangs hjá SORPU.

Hér má einnig finna stutta samantekt.