Sjálfbærni og umhverfi eru leiðarljós í öllu starfi SORPU. Við gerum okkar allra besta og vinnum sífellt að úrbótum í átt að hringrásarhagkerfinu í ríkri samvinnu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Frá upphafi hefur verið lögð mikil áhersla á samfélagslega ábyrgð í allri starfsemi SORPU og að fyrirtækið stuðli að sjálfbærum gildum sem víðast í samfélaginu.
Stjórnkerfi SORPU er vottað samkvæmt ISO 9001 gæðastaðlinum, ISO 14001 umhverfisstaðli, ISO 45001 heilbrigðis- og öryggisstaðli og ÍST 85 jafnlaunastaðli. Framleiðsluvara SORPU, vistvæna eldsneytið metan, er vottað með norræna umhverfismerkinu Svaninum og gashreinsistöð SORPU er ATEX-vottuð samkvæmt kröfum í reglugerð um sprengifimt andrúmsloft á vinnustöðum (Atex User Directive).
Þýðingarmiklir umhverfisþættir hafa verið skilgreindir fyrir SORPU í heild og eru svo nánar útfærðir fyrir hverja starfsstöð ásamt upplýsingum um vöktun og stýringu þeirra. Þannig eru stöðugar umbætur í umhverfis- og gæðamálum tryggðar og lögð áhersla á að lágmarka umhverfisáhrif fyrirtækisins. Niðurstöður umhverfisvöktunar SORPU eru að finna í umhverfisskýrslu fyrirtækisins, hér að neðan.
Endurnýtingarhlutfall táknar það hlutfall þess úrgangs sem berst til SORPU sem er ekki fargað heldur komið til endurnotkunar, endurvinnslu eða endurnýtingar.
2021 | 2020 |
1.375 | 1.282 |
10,5 | 0,0 |
51,1 | 47,4 |
100.564 | 95.512 |
96.793 |
Losun vegna urðunar úrgangs er áætluð af loftslagsteymi Umhverfisstofnunar út frá gögnum SORPU um magn og samsetningu úrgangs sem farið hefur til urðunar í Álfsnesi frá upphafi og að teknu tilliti til endurheimtar metans.
Árið 2022 uppfærði Umhverfisstofnun hlýnunarstuðul metans úr 25 í 28. Losunartölur áranna 2020-2021 er uppfærðar miðað við það.
SORPA fylgist náið með allri starfsemi sinni og áhrifum hennar á umhverfið. Auk niðurstaðna efnamælinga á frárennsli og útblæstri, sem birtar eru í umhverfisskýrslu, eru reglulega gerðar greiningar á samsetningu blandaðs úrgangs, sem gefur innsýn í þróun í magni mismunandi tegunda og árangur í flokkun til endurvinnslu. Í kökuritinu má sjá stærstu úrgangsflokkana í gráu tunnunni og hér má einnig finna ítarlegri niðurstöður síðustu ára.
Markmið þeirra breytinga sem nú er unnið að hjá SORPU er að færa meðhöndlun mismunandi úrgangstegunda ofar í úrgangsþríhyrningnum og nýta þar með auðlindir með betri hætti.
En hver skyldu áhrif breyttrar meðhöndlunar úrgangs vera á kolefnissporið og aðra mikilvæga umhverfisþætti? Þeirri spurning höfum við reynt að svara á undanförnum tveimur árum með gerð ítarlegrar vistferilsgreiningar sem unnin er af verkfræðistofunni Eflu.
Niðurstöður greiningarinnar eru nú aðgengilegar í skýrslunni Vistferilsgreining heimilisúrgangs, umhverfisáhrif meðhöndlunar heimilisúrgangs hjá SORPU.
Hér má einnig finna stutta samantekt.