Starfsemi

SORPA bs. er rekin með umhverfi, samfélag og hagkvæmni að leiðarljósi. Heildarmagn úrgangs sem félagið tók við á árinu var 188 þúsund tonn.

Gaja -

gas- og jarðgerðarstöð

Gangsetning gas- og jarðgerðarstöðvar SORPU (GAJA) markar tímamót í meðhöndlun úrgangs á höfuðborgarsvæðinu. GAJA framleiðir metan úr lífrænum úrgangi og kemur þannig í veg fyrir að hann valdi gróðurhúsaáhrifum á urðunarstað.
Móttekinn úrgangur
26.896 tonn
Framleiðsla á metani
697.084 Nm3

Framleiðsla metans gekk vel á árinu en stöðin framleiðir enn sem komið er ekki moltu sem fær leyfi til notkunar utan Álfsness. Jarðgerðarefni úr GAJU nýtist því fyrst og fremst sem yfirlagsefni á urðunarstaðnum. Sérsöfnun á lífúrgangi frá heimilum á höfðuborgarsvæðinu hefst sumarið 2023 en það er forsenda þess að GAJA geti framleitt nothæfa moltu, sem fær leyfi til markaðssetningar.

Góði hirðirinn -

nytjamarkaður

Góði hirðirinn er nytjamarkaður sem hefur það að markmiði að endurnýta og draga úr sóun. Öll jákvæð rekstrarafkoma fer til styrktar góðgerða. Verslanir Góða hirðisins eru á tveimur stöðum í Reykjavík auk vefverslunar.
Fjöldi seldra muna
761.928
Magn í tonnum
1.467
Selt til endurnotkunar
58 %

Efnismiðlun -

Efnismiðlun Góða hirðisins

Efnismiðlun Góða hirðisins er markaður fyrir notuð byggingarefni og ýmsar vörur sem geta nýst til framkvæmda og listsköpunar. Markaðurinn er staðsettur á tveimur endurvinnslustöðvum, á Sævarhöfða og við Breiðhellu. Tilgangur markaðarins er að koma efni í endurnýtingu áður en það fer til endurvinnslu.
Fjöldi seldra vara
16.957
Áætlað magn
146 tonn

Endurvinnslustöðvar

SORPA rekur 6 endurvinnslustöðvar sem taka á móti flokkuðum úrgangi. SORPA rekur líka grenndarstöðvar á 89 stöðum á höfuðborgarsvæðinu.
Móttekið magn
47.229 tonn
Hlutfall til endurnýtingar
84 %
Breyting milli ára
-10,6 %

Gufunes -

móttöku- og flokkunarstöð

Til móttöku- og flokkunarstöðvar berst mikið magn af flokkuðum endurvinnsluefnum eins og pappír, bylgjupappa og plasti. Þessi efni eru bögguð og send til frekari flokkunar og endurvinnslu erlendis og innanlands. Í móttökustöðinni er einnig meðhöndlaður blandaður heimilisúrgangur og m.a. eru lífræn efni aðgreind frá öðrum og flutt til metanvinnslu í GAJU.
Móttekið magn
88.958 tonn
Sent erlendis til endurvinnslu
12.326 tonn
Breyting milli ára
-2,4 %

Álfsnes -

Urðunarstaður

Urðunarstaður höfuðborgarsvæðisins er í Álfsnesi en þar er tekið á móti heimilis- og rekstrarúrgangi auk annars úrgangs. Þar er einnig tekið á móti úrgangsflokkum til endurnýtingar, s.s. steinefnum, sláturúrgangi, timbri o.fl. Í Álfsnesi er rannsóknaraðstaða, metansöfnun og hreinsun þess í eldsneyti og skógrækt.
Móttekið magn
154.284 tonn
Breyting milli ára
-1,2 %
Heildarm. metans til nýtingar
1.987.316 Nm3